Innlent

Eins árs fangelsi fyrir samræði við 14 ára stúlku

Karlmaður fæddur 1989 var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samræði við 14 ára stúlku.

Maðurinn var sjálfur 18 ára gamall þegar þetta átti sér stað. Hann bar við yfirheyrslu að hann hafi ekki vitað að það væri óheimilt að hafa kynferðislegt samræði við einstakling á þessum aldri.

Að öðru leiti játaði hann sök en bar við að stúlkan hafi gefið samþykki sitt fyrir samræðinu.

Maðurinn var dæmdur til þess að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í skaðabætur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×