Chelsea hefur færst skrefi nær því að fá brasilíska landsliðsmanninn Robinho. Umboðsmaður leikmannsins hefur átt í viðræðum við Frank Arnesen, yfirmann knattspyrnumála hjá Chelsea.
Talsmaður Robinho viðurkenndi í samtali við fjölmiðla að Chelsea hefði áhuga á að fá leikmanninn. Robinho skoraði 11 mörk í 32 leikjum fyrir Real Madrid síðasta tímabil.
Real Madrid hefur áhuga á að selja Robinho til að aðstoða við að fjármagna möguleik kaup á Cristiano Ronaldo.