Innlent

Röktu slóð innbrotsþjófa í snjónum

Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa, sem brotist höfðu inn í Lækjarskóla í Hafnarfirði og stolið þaðan tölvu og fleiri verðmætum hlutum.

Lögreglumenn gátu rakið slóð þjófanna í snjónum einn og hálfan kílómetra þar til þeir fundu þá með þýfið í fórum sínum. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×