Innlent

Vaxandi líkur á uppstokkun

Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt sín á milli síðustu daga um mögulega uppstokkun í ríkisstjórninni. Er horft til þess að tilkynna umtalsverðar breytingar í síðasta lagi á ríkisráðsfundi með forseta Íslands um áramótin.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt meðal ráðherra beggja flokka að þeir skipti með sér verkum á ný og færist til milli ráðuneyta. Jafnframt mun vera til skoðunar milli stjórnarflokkanna að skipta á ráðuneytum. Fengi þá Sjálfstæðisflokkurinn tvö af ráðuneytunum sem Samfylkingin fer með og léti í staðinn tvö af sínum ráðuneytum. Er með þessu vonast til þess að ríkisstjórnin fengi nýja og ferskari ásýnd, þar sem ráðherrar kæmu til leiks í nýju ráðuneyti.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði við Ríkisútvarpið á laugardag, að mjög naumur tími væri til stefnu til að svara háværum kröfum í þjóðfélaginu um breytingar á ríkisstjórn. Þá útilokaði Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki ráðherraskipti í Fréttablaðinu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×