Erlent

María fæddi Jesú á aðfangadag

Frá Líma í Perú.
Frá Líma í Perú.

Kona að nafni María May í Perú, eða Virgen Maria eins og hún heitir á sínu tungumáli, eignaðst son á í Líma, höfuðborg Perú, á aðfangadag sem nefndur var Jesú. Og svo ólíklega vill til að eiginmaður hennar er smiður að atvinnu, rétt eins og Jósef, jarðneskur faðir Jesú Krists. Hann heitir þó ekki Jósef heldur Huarcaya Palomino og er tuttugu og fjögurra ára gamall.

Eiginkonan María Mey er hins vegar tvítug. Læknar tóku barnið með keisaraskurði að kvöldi aðfangadags eftir að María Mey fékk hríðir áður en hún hafði að fullu gengið með barnið.

Þegar María Mey var spurð hvers vegna hún hefði skírt barnið Jesú, sagði hún það vegna þess að hann hefði komið í heiminn um jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×