Erlent

Castro sparar

Raul Castro, forseti Kúbu.
Raul Castro, forseti Kúbu.

Raul Castro, forseti Kúbu, greindi þingi landsins frá aðgerðum stjórnvalda á Kúbu í gær, til að mæta kostnaðinum við skemmdir sem urðu í þremur fellibyljum sem dundu á landinu á árinu og vegna samdráttar í efnahagslífinu.

Fellibylirnir þrír ullu gífurlegu tjóni á Kúbu, sem ekki mátti við miklum áföllum. Raul Castro greindi þingi landsins frá því í gær að ein sparnaðarleiða stjórnvalda væri að skera ferðlag forystumanna landsins og opinberra sendimanna til útlanda niður um 50 prósent. Þá tilkynnti hann að sumarleifi á kostnað ríkisins, sem fyrirmyndarverkafólk fær úthlutað árlega, verði lögð af. En kostnaðurinn við þau hefur verið um 60 milljónir bandaríkjadala á ári.

Castro segir að stjórnvöld verði að vera raunsæ og fresta því að láta suma drauma rætast. Tveir plús tveir séu alltaf fjórir.

Raul Castro hefur slakað aðeins á klónni eftir að hann tók við stjórnartaumunum af  bróður sínum Fídel og t.d. heimilað sölu á fartölvum og farsímum til almennings og leyft fólki að nýta sér þjónustu hótela sem áður voru annars bara ætluð útlendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×