Erlent

Tsvangirai fær nýtt vegabréf

Morgan Tsvangirai.
Morgan Tsvangirai. Mynd/AP
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, fær útgefið nýtt vegabréf en hann hafði ekki fengið vegabréf sitt endurnýjað í hálft ár. Sú tregða yfirvalda er meðal þeirra atriða sem stefnt hafa stjórnarmyndunarviðræðum í landinu í hættu.

Robert Mugabe, forseti landsins, varð í öðru sæti í forsetakosningum sem fram fóru í mars fyrr á árinu. Tsvangirai sigraði í kosningunum en dró framboð sitt til baka í annarri umferð þeirra þar sem hann sagði stjórnvöld styðja ofbeldi sem stuðningsmenn hans voru beittir.

Mugabe og Tsvangirai komust að samkomulagi um myndun þjóðstjórnar í september. Sú stjórn hefur ekki enn verið mynduð formlega. Ekki sér fyrir endann á þrátefli fylkinganna í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×