Innlent

Nafn hinnar látnu

Banaslys varð við Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær þegar Freyja Sigurðardóttir til heimilis að Burknavöllum 17b Hafnarfirði lést. Hún var sextug að aldri. Hún lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur, barnabörn og unnusta.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að tildrög slyssins eru óljós en ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða. Ökutækið er nú til rannsóknar þar sem öryggisbúnaður þess verður skoðaður og hraðaútreikningar gerðir. Þá er vettvangur slyssins til skoðunar.

Loka þurfti Reykjanesbraut um tíma vegna slyssins sem varð á milli Ásbrautar og Kaldárselsvegar í Hafnarfirði, til móts við gamla kirkjugarðinn.






Tengdar fréttir

Ökumaður lét lífið á Reykjanesbraut

Banaslys varð við Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós en svo virðist sem að bifreiðin hafi lent á ljósastaur og endað fyrir utan veg á hvolfi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×