Sport

Bandaríkin tóku gull og silfur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lochte í lauginni.
Lochte í lauginni.

Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte setti í nótt heimsmet í 200 metra baksundi karla. Hann synti á 1:53,94 mínútu í úrslitasundinu og tók því gullverðlaunin.

Bandaríkin unnu einnig silfrið í greininni en í öðru sæti hafnaði Aaron Peirsol, 0,39 sekúndu á eftir Lochte.

Rússinn Arkady Vyatchanin fékk bronsverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×