Lífið

Paul McCartney ljómar með nýju kærustunni

Paul og Nancy.
Paul og Nancy.

Sir Paul McCartney, sem er 66 ára gamall, er búinn að finna hamingjuna á ný ef marka má bresku pressuna, eftir að hann féll fyrir nýju kærustunni Nancy Shevell.

Þau byrjuðu að hittast í nóvember á síðasta ári og í maí ákváðu þau að opinbera ástarsambandið.

„Hann hefur átt erfitt vegna skilnaðarins við Heather. Hann er ánægður í dag," er haft eftir vini Pauls.

Skilnaðurinn við Heather Mills var erfiður og dýr fyrir Paul sem þarf líklega ekki að óttast það að Nancy sé á höttunum eftir auðæfum hans því hún er sjálf moldrík. 

Linda, fyrsta eiginkona hans dó fyrir 10 árum síðan úr krabbameini, aðeins 56 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.