Lífið

Magni á móti borgarstjórn

Magni, tónlistarmaður og þjóðfélagsrýnir.
Magni, tónlistarmaður og þjóðfélagsrýnir.

Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, er greinilega umhugað um borgarmálin eins og öðrum, jafnvel þó hann stæri sig oft og títt af því að vera Austfirðingur.

Á bloggsíðu sinni, hugs.blog.is, er Magni kjarnyrtir að vanda og er ekkert að skafa af hlutunum.

„Er ekki einhver séns að fá vinnu í þessari borg? Er ekki alveg pláss fyrir enn einn óvirkan borgarstjóra á launum? ...fávitar..."

Margir eru vafalaust sammála þessari staðhæfingu og allavega virðist hin geysivinsæla bloggkona, Jenný Anna Baldursdóttir, taka undir með Magna og skrifar hún með kaldhæðnislegum tóni í athugasemdakerfið hans: „Hvaða æsingur er þetta? Það eru bara biðlaun í gangi fyrir Ólaf, Vilhjálm og Dag og svo auðvitað launin hennar Hönnu Birnu. Þetta er tertubiti."

Annar einstaklingur ritar í athugasemdarkerfið að Magni sé kjörinn í embættið enda „eðlilegast að BORGARstjórinn í þessum hreppi komi frá BORGARfjarðarhreppi."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.