Margt er líkt með skyldum Helga Jónsdóttir skrifar 21. september 2008 07:00 Norðurlöndin hafa sérstöðu í hópi ríkja heims. Velmegun er almennari en annars staðar, félagslegur jöfnuður og jafnrétti meira, menntunarstig hátt, blómstrandi menningarlíf og áhersla á virðingu fyrir náttúru og umhverfi. Gegnsæi og jafnræði í stjórnkerfi og stjórnsýslu er meira en annars staðar. Þegar Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ber saman lífsgæði landa á milli eru Norðurlöndin í efstu sætum ár eftir ár. Gæfa Íslands er sú að tilheyra þessum þjóðahópi og fá notið stefnu, strauma og verka þar. Norðurlandaþjóðirnar hafa virka og faglega utanríkisþjónustu. Hagsmunamat hjá sérfræðingum í öllum löndunum hefur verið að þjóðirnar skuli taka þátt í samstarfinu og samrunaferlinu í Evrópu. Norðmenn hafa að vísu tvisvar fellt slíka tillögu ríkisstjórnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú niðurstaða er liður í því virka lýðræði sem íbúar Norðurlandanna búa við. Takist ríkisstjórn ekki að færa íbúum nægilega sannfærandi rök fyrir því að taka þátt í Evrópusamrunanum verður ekki af því. Rökræða um þessi mál hefur þó átt sér stað, ólíkt því sem verið hefur hér á landi. Ég vona að nú sé að verða breyting þar á. Kostir Ég held að helstu kostir Evrópusambandsaðildar fyrir Ísland felist í því að tryggja áframhaldandi virkt samstarf við þá sem okkur eru skyldastir. Við verðum fullgild í sameiginlegri stefnumótun á þeim sviðum þar sem Evrópa er sterkari sameinuð en skipt í einstök þjóðríki. Gagnrýni þess efnis að íslensk rödd muni ekki heyrast vegna smæðar á samkvæmt minni reynslu ekki við rök að styðjast. Sameinuð eru Norðurlöndin sterkt afl á alþjóðavettvangi, þau búa sig vel undir umræðu, taka fullan þátt í henni og njóta þess að stjórn mála heima fyrir þykir oftar en ekki til eftirbreytni. Innan Norðurlandahópsins njóta Íslendingar jafnræðis í þeim málum þar sem þeir undirbúa sig vel og geta lagt þekkingu og góða reynslu af mörkum. Fyrir íslenskt þjóðfélag er sú þekkingaröflun og þekkingaryfirfærsla sem felst í Evrópusambandsaðild mikilvæg. Einangrun lítillar þjóðar, þegar aðrir treysta á samstarf og samvinnu, hlýtur að vera hættuspil. Landamæri vernda ekki hagsmuni þjóðríkjanna þegar váin sem að steðjar virðir ekki landamæri. Hvernig standa einstök þjóðríki best að vörslu hagsmuna sinna varðandi loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, viðskipti með eiturlyf, peningaþvætti, hryðjuverk, mansal, klám o.s.frv.? Ef undan EES samstarfinu fjarar með stuttum fyrirvara gæti staða Íslendinga orðið mjög erfið.Gallar Gallar Evrópusambandsaðildar sem oftast eru nefndir lúta annars vegar að fullveldi Íslands, þ.e. að valdið færist til Brussel, og hins vegar að stjórn fiskveiða. Ég er sannfærð um að við stöndum betur vörð um fullveldi okkar og ákvarðanatökurétt með fullri þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem hvort eð er hafa áhrif hér á landi. Því minni sem einangrun okkar er þeim mun betur stöndum við vörð um fullveldi og stjórn auðlinda. Það eru einmitt smáríki, sem byggja allt sitt á alþjóðlegum viðskiptum, sem hafa meiri hagsmuni en nokkur önnur af skýrum reglum í samskiptum. Það er mikið umhugsunarefni fyrir Íslendinga hversu dregist hefur að koma af stað hjá þjóðinni faglegri og góðri umræða um þessi mál. Í umræðunni er þörf á fagþekkingu hvort heldur er stjórnvalda, faglegra samtaka, háskólastofnana eða einstaklinga. Fjölmiðlar hafa hlutverki að gegna í að tryggja vandaða greiningu og óhlutdrægni í slíkri umræðu. Ein grundvallarspurningin, sem sjaldan er velt upp, er hver Evrópuhugsjónin er. Hvaða gildi liggja til grundvallar í ESB og aðhyllumst við þau? Þar getum við ekki bara horft á einstaka þætti heldur heildarmynd. Er eitthvað í sáttmálunum sem kenndir eru við Róm, Maastricht eða Kaupmannahöfn, sem er okkur öndvert eða viljum við halda þeim markmiðum sem þar eru tíunduð á lofti? Svo getum við velt fyrir okkur hagsmunum og ávinningi. Munu markmiðin um efnahagslegan stöðugleika nýtast okkur? Er vernd í gjaldmiðilssamstarfinu, er lýðræðishugsunin og aðhaldið að ríkisvaldi æskilegt? Opnar aðildin fleiri möguleika fyrir íslenska námsmenn, atvinnulíf og menningu?Ég fagna hvatningu Fréttablaðsins til umræðu um þessi mál. Persónulega lít ég svo á að við eigum undanbragðalaust að búa okkur undir aðild að Evrópusambandinu. Því fyrr sem við náum tökum á því sem til aðildar þarf - efnahagslega og stjórnskipulega - þeim mun farsælli verður framtíðin. Eftir engu er að bíða - brýnum spurningum verður ekki svarað nema í viðræðum um fulla aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Það þjónar engum tilgangi að velta endalaust fyrir sér hvort svörin verða þau sem við viljum eða ekki - á það verður einfaldlega að reyna. Höfundur er bæjarstýra í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Norðurlöndin hafa sérstöðu í hópi ríkja heims. Velmegun er almennari en annars staðar, félagslegur jöfnuður og jafnrétti meira, menntunarstig hátt, blómstrandi menningarlíf og áhersla á virðingu fyrir náttúru og umhverfi. Gegnsæi og jafnræði í stjórnkerfi og stjórnsýslu er meira en annars staðar. Þegar Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ber saman lífsgæði landa á milli eru Norðurlöndin í efstu sætum ár eftir ár. Gæfa Íslands er sú að tilheyra þessum þjóðahópi og fá notið stefnu, strauma og verka þar. Norðurlandaþjóðirnar hafa virka og faglega utanríkisþjónustu. Hagsmunamat hjá sérfræðingum í öllum löndunum hefur verið að þjóðirnar skuli taka þátt í samstarfinu og samrunaferlinu í Evrópu. Norðmenn hafa að vísu tvisvar fellt slíka tillögu ríkisstjórnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú niðurstaða er liður í því virka lýðræði sem íbúar Norðurlandanna búa við. Takist ríkisstjórn ekki að færa íbúum nægilega sannfærandi rök fyrir því að taka þátt í Evrópusamrunanum verður ekki af því. Rökræða um þessi mál hefur þó átt sér stað, ólíkt því sem verið hefur hér á landi. Ég vona að nú sé að verða breyting þar á. Kostir Ég held að helstu kostir Evrópusambandsaðildar fyrir Ísland felist í því að tryggja áframhaldandi virkt samstarf við þá sem okkur eru skyldastir. Við verðum fullgild í sameiginlegri stefnumótun á þeim sviðum þar sem Evrópa er sterkari sameinuð en skipt í einstök þjóðríki. Gagnrýni þess efnis að íslensk rödd muni ekki heyrast vegna smæðar á samkvæmt minni reynslu ekki við rök að styðjast. Sameinuð eru Norðurlöndin sterkt afl á alþjóðavettvangi, þau búa sig vel undir umræðu, taka fullan þátt í henni og njóta þess að stjórn mála heima fyrir þykir oftar en ekki til eftirbreytni. Innan Norðurlandahópsins njóta Íslendingar jafnræðis í þeim málum þar sem þeir undirbúa sig vel og geta lagt þekkingu og góða reynslu af mörkum. Fyrir íslenskt þjóðfélag er sú þekkingaröflun og þekkingaryfirfærsla sem felst í Evrópusambandsaðild mikilvæg. Einangrun lítillar þjóðar, þegar aðrir treysta á samstarf og samvinnu, hlýtur að vera hættuspil. Landamæri vernda ekki hagsmuni þjóðríkjanna þegar váin sem að steðjar virðir ekki landamæri. Hvernig standa einstök þjóðríki best að vörslu hagsmuna sinna varðandi loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, viðskipti með eiturlyf, peningaþvætti, hryðjuverk, mansal, klám o.s.frv.? Ef undan EES samstarfinu fjarar með stuttum fyrirvara gæti staða Íslendinga orðið mjög erfið.Gallar Gallar Evrópusambandsaðildar sem oftast eru nefndir lúta annars vegar að fullveldi Íslands, þ.e. að valdið færist til Brussel, og hins vegar að stjórn fiskveiða. Ég er sannfærð um að við stöndum betur vörð um fullveldi okkar og ákvarðanatökurétt með fullri þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem hvort eð er hafa áhrif hér á landi. Því minni sem einangrun okkar er þeim mun betur stöndum við vörð um fullveldi og stjórn auðlinda. Það eru einmitt smáríki, sem byggja allt sitt á alþjóðlegum viðskiptum, sem hafa meiri hagsmuni en nokkur önnur af skýrum reglum í samskiptum. Það er mikið umhugsunarefni fyrir Íslendinga hversu dregist hefur að koma af stað hjá þjóðinni faglegri og góðri umræða um þessi mál. Í umræðunni er þörf á fagþekkingu hvort heldur er stjórnvalda, faglegra samtaka, háskólastofnana eða einstaklinga. Fjölmiðlar hafa hlutverki að gegna í að tryggja vandaða greiningu og óhlutdrægni í slíkri umræðu. Ein grundvallarspurningin, sem sjaldan er velt upp, er hver Evrópuhugsjónin er. Hvaða gildi liggja til grundvallar í ESB og aðhyllumst við þau? Þar getum við ekki bara horft á einstaka þætti heldur heildarmynd. Er eitthvað í sáttmálunum sem kenndir eru við Róm, Maastricht eða Kaupmannahöfn, sem er okkur öndvert eða viljum við halda þeim markmiðum sem þar eru tíunduð á lofti? Svo getum við velt fyrir okkur hagsmunum og ávinningi. Munu markmiðin um efnahagslegan stöðugleika nýtast okkur? Er vernd í gjaldmiðilssamstarfinu, er lýðræðishugsunin og aðhaldið að ríkisvaldi æskilegt? Opnar aðildin fleiri möguleika fyrir íslenska námsmenn, atvinnulíf og menningu?Ég fagna hvatningu Fréttablaðsins til umræðu um þessi mál. Persónulega lít ég svo á að við eigum undanbragðalaust að búa okkur undir aðild að Evrópusambandinu. Því fyrr sem við náum tökum á því sem til aðildar þarf - efnahagslega og stjórnskipulega - þeim mun farsælli verður framtíðin. Eftir engu er að bíða - brýnum spurningum verður ekki svarað nema í viðræðum um fulla aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Það þjónar engum tilgangi að velta endalaust fyrir sér hvort svörin verða þau sem við viljum eða ekki - á það verður einfaldlega að reyna. Höfundur er bæjarstýra í Fjarðabyggð.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun