Erlent

Ríkisstjórn Belgíu segir af sér

Ríkistjórn Belgíu hefur boðist til að segja af sér, eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnin hefði reynt að hafa áhrif á úrskurð dómstóla í tengslum við fall Fortis bankans.

Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu þarf að afhenda konungi landsins uppsagnarbréf ríkisstjórnarinnar. Hann hefur vald til þess að hafna uppsögninni, og að sögn belgískra fjölmiðla er alls óvíst hvort hann samþykkir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×