Íslenski boltinn

Arnar og Bjarki búnir að skrifa undir

Elvar Geir Magnússon skrifar

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru orðnir þjálfarar ÍA en þeir skrifuðu undir samninga þess efnis nú síðdegis. Þeir taka við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn eftir tap gegn Breiðabliki í gær.

Tvíburarnir munu stjórna æfingu hjá Skagamönnum í kvöld en samningur þeirra gildir út tímabilið.

Þetta er í annað sinn sem Arnar og Bjarki taka við þjálfun ÍA. Þeir tóku við liðinu ef Ólafi Þórðarsyni á miðju tímabili 2006. Liðið var í harðri fallbaráttu en Arnar og Bjarki komu því á beinu brautina og stýrðu því í sjötta sætið.

Hvorki Arnar né Bjarki hafa lokið nauðsynlegum þjálfaraprófum til að stýra liði í Landsbankadeildinni. Ómar Smárason leyfisstjóri KSÍ sagði við Fótbolta.net í dag að ÍA muni væntanlega fá viðvörun frá sambandinu vegna þessa.






Tengdar fréttir

Félög hafa sýnt Bjarna áhuga

Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, staðfesti í samtali við Vísi að félög í Landsbankadeildinni hefðu sýnt áhuga á Bjarna Guðjónssyni. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það væru.

Bjarni: Eitthvað þurfti að gera

„Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu.

Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA

ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu.

Arnar og Bjarki ekki með ÍA í næsta leik

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við ÍA eins og fram hefur komið. Það er þó ljóst að þeir munu hvorki stýra né leika með liðinu í næsta leik sem er gegn FH, liðinu sem þeir eru að yfirgefa.

Guðjón: Kom mér ekki á óvart

Guðjón Þórðarson sagði í viðtali í hádegisfréttum á Stöð 2 að sú ákvörðun stjórnar ÍA að rifta samningi hans hafi ekki komið honum á óvart.

Bjarki: Þetta er mikil áskorun

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×