Lífið

Elskar að vera með Hemma um helgar

Svansí og Hemmi ferðast um Ísland í sumar.
Svansí og Hemmi ferðast um Ísland í sumar.
„Það er dásamlegt að vinna með Hemma. Hann þekkir alla og er alltaf hlæjandi. Svo er hann óskaplega elskulegur og góður við mig," svarar Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir eða Svansí þegar Vísir spyr hana út í samstarf hennar og Hemma Gunn en þau ferðast um landið alla laugardaga í sumar á Bylgjunni.

„Það eru forréttindi fyrir mig að fá að vinna með honum því hann er ofsalega sjóaður og skipulagður. Hver mínúta er úthugsuð hjá honum. Svo á hann svo auðvelt með að fá fólk til sín. Það vilja allir gera allt fyrir Hemma. Ég er að læra alveg helling."

„Við ferðumst í kringum landið og spjöllum við áhugaverða Íslendinga á hverjum stað. Þá sem eru og hafa verið áberandi eins og tónlistarmenn og bæjarstjóra. Á Egilsstöðum tókum við til dæmis viðtal við Kidda videoflugu. Næstu helgi förum við til Vestmannaeyja."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.