Innlent

Mynd af 25 milljón króna bílnum sem skemmdist um helgina

Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur. Honum hafði aðeins verið ekið um 300 kílómetra.
Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur. Honum hafði aðeins verið ekið um 300 kílómetra.
Myndin hér til hliðar gengur nú ljósum logum manna á milli en hún sýnir Porsche af gerðinni 911 GT3RS. Hann skemmdist illa þegar hann fór út af Grindavíkurvegi um helgina. Kunnugir segja Vísi að bíllinn, sem aðeins hafði verið ekinn um  300 kílómetra og er nú gjörskemmdur, hafi verið verðmetinn á um 25 milljónir króna. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×