Innlent

Lögreglumenn á Suðurnesjum ósáttir með duttlunga Björns

Félagsmenn í Lögreglufélagi Suðurnesja eru ósáttir við ákvörðun Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra á Suðurnesja lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Þetta kemur fram í ályktun sam samþykkt var á félagsfundi Lögreglufélagsins fyrr í dag.

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, tilkynnti á fundi með starfsfólki í dag að hann ætli að hætta störfum 1. október. Þá hafa þrír lykilstarfsmenn hjá embættinu einnig tilkynnt um afsögn sína.

Félagsmenn í Lögreglufélaginu telja mikilvægt að hagsmunafélög lögreglumanna og aðrir sem láta sig málið varðataki ákvörðun Björns til ítarlegrar skoðunar og kanni réttmæti hennar.

,,Um jafn mikilvæga starfssemi lögreglu og tollgæslu þarf að ríkja sátt og eining. Nauðsynlegt er að að slík starfsemi sé óháð duttlungum einstakra stjórnmálamanna," segir í ályktuninni.

Lögreglumennirnir segja mikla eftirsjá af Jóhanni og er honum óskað gæfu og góðs gengis á nýjum vettvangi. Á meðal íbúa og lögreglumanna á Suðurnesjum hafi ríkt víðtæk sátt og ánægja með störf hans og ,,dapurt er að honum sé ekki gert fært að halda því góða starfi áfram."








Tengdar fréttir

Fjórir lykilstarfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hætta

Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum, hefur í dag óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum þann 1. október næstkomandi. Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í dag.

Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns

„Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því.

Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt,"

Löggæslumál á Suðurnesjum munu gjalda fyrir klaufaskap Björns

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×