FH er Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum en liðið vann öruggan sigur í stigakeppni Meistaramótsins. ÍR hafnaði í öðru sæti en Breiðholtsliðið vann í stigakeppni kvenna.
FH hlaut 45.244 stig í heildina en ÍR 25.022. Lið Breiðabliks hafnaði í þriðja sætinu með 23.119 stig.
Nánar verður fjallað um mótið hér á Vísi í fyrramálið.