Innlent

Nærri 17.500 börn í leikskólum landsins

MYND/Stefán

Nærri 17.500 börn voru í leikskólum á Íslandi í desember síðastliðnum samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Hafði þeim fjölgað um 230 frá fyrra ári eða um 1,3 prósent. Starfandi leikskólar voru 270 talsins og hafði fjölgað um þrjá frá árinu áður og þar af voru 36 einkareknir leikskólar. Alls voru 25 leikskólar opnir allt árið 2007 en 245 lokuðu vegna sumarleyfa.

Um þriðjungur eins árs barna var í leikskóla í desember í fyrra en rúmlega níu af hverju tíu tveggja ára barna. Þá lengist viðverutími barna í leikskólum og dvelja nú um 86 prósent allra barna í leikskólanum í 7 stundir eða lengur daglega.

Börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku fjölgar áfram og eru nú 1.571 talsins, níu prósent allra leikskólabarna. Þá fjölgar einnig börnum með erlent ríkisfang og eru þau nú 367, flest frá Austur-Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×