Innlent

Stal bíl og ók tvær húsalengdir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bílþjófnað í félagi við annan mann í maí í fyrra. Maðurinn tók bílinn ófrjálsri hendi við Suðurlandsbraut 10 en var stöðvaður við Suðurlandsbraut 14. Maðurinn játaði brot sitt og var hann því sakfelldur en refsing hans er skilorðsbundin til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×