Innlent

Íhugar enn að kæra Adrenalíngarðinn

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Hafsteinn G. Hauksson, blaðamaður DV.
Hafsteinn G. Hauksson, blaðamaður DV.

Hafsteinn G. Hauksson, blaðamaður DV sem slasaðist alvarlega þegar hann féll niður margra metra þegar öryggisól í einu leiktæki Adrenalínsgarðsins á Nesjavöllum brást, hyggst enn leita réttar síns og athuga hvort garðurinn sé skaðabótaskyldur vegna slyssins.

„Ég talaði við lögfræðing, án þess að ráða neinn, og leitaði ráða. Þetta er það langt ferli að líklegast mun ekkert gerast strax. Ég held til dæmis að ég þurfi að fara í mat hjá lækni að mjög löngum tíma liðnum til að meta það tjón sem ég hef orðið fyrir," útskýrir Hafsteinn sem lýst illa á að una því að hafa slasast svo alvarlega eftir að hafa verið sagður í öruggum höndum.

Hafsteinn nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði í slysinu en á dögunum losnaði hann við gifsið á handleggnum. Var Hafsteini þá tjáð að líklegast muni hann aldrei fá aftur fullkomna hreyfigetu í höndina.

Sem betur fer starfar Hafsteinn sem blaðamaður og hefur því lítið misst úr vinnu. „Maður þarf náttúrulega fyrst og fremst puttana til þess að starfa sem blaðamaður og þeir eru í fínu lagi," útskýrir Hafsteinn bjartsýnn að lokum.




Tengdar fréttir

Þríbrotinn með marið lunga eftir fall úr leiktæki

„Okkur var sagt þarna að við værum öruggari í garðinum en í rútunni á leiðinni heim en það var nú ekki alveg rétt,“ segir Hafsteinn G. Hauksson sem nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði þegar hann féll úr leiktæki í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×