Innlent

Sennilegt að víralás hafi losnað í tæki í Adrenalíngarðinum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Í Adrenalíngarðinum.
Í Adrenalíngarðinum.

„Við erum að fara yfir þetta hjá okkur og teljum að víralás hafi losnað og runnið til. Við það slaknar á bandinu þannig að hann kemur hraðar niður en á að vera," sagði Óskar Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Adrenalíngarðsins á Nesjavöllum, um óhappið sem þar varð í gær þegar Hafsteinn G. Hauksson slasaðist og Vísir greindi frá í dag.

 

„Við höfðum samband við lögregluna á Selfossi og þeir taka sennilega skýrslu og fara yfir þetta með okkur," sagði Óskar. „Það verður auðvitað búið þannig um hnútana að þetta geti ekki komið fyrir aftur. Við höfum rekið þennan garð í þrjú ár án þess að nokkuð hafi komið fyrir. Við viljum auðvitað ekki gera neina vitleysu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×