Þríbrotinn með marið lunga eftir fall úr leiktæki Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. júlí 2008 14:57 „Okkur var sagt þarna að við værum öruggari í garðinum en í rútunni á leiðinni heim en það var nú ekki alveg rétt," segir Hafsteinn G. Hauksson sem nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði þegar hann féll úr leiktæki í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum í gærkvöldi. Auk brotanna marðist lunga í Hafsteini og hann finnur til eymsla víða um líkamann. „Ég fer þarna í leiktæki sem heitir Fljúgandi íkorninn og það sem gerist er að öryggisbúnaðurinn sem heldur mér uppi brestur," segir Hafsteinn. Umrætt tæki virkar þannig að fólk er híft upp í nokkurra metra hæð í talíu þar sem það svo hangir og snýst í hringi. Hafsteinn segir að svo virðist sem vír sem talíurnar hanga í hafi gefið sig. Hann áætlar að fall hans hafi verið rúmir fimm metrar niður á grasflöt og var höggið töluvert. „Ég fann sársauka um allan líkamann, mest í brjóstinu, en átta mig annars ekki nákvæmlega á því hvernig ég lenti," útskýrir Hafsteinn. Lögregla var ekki kvödd til en Hafsteini var komið á sjúkrahús af starfsmönnum Adrenalíngarðsins „Starfsmönnunum leist ekki á verkina sem ég hafði svo einn þeirra keyrði mig í bæinn og á slysadeild," segir Hafsteinn. Hann hafði samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins og hefur verið boðaður þangað í skýrslutöku á mánudaginn. „Þegar manni er tilkynnt að maður sé alveg öruggur en þríbrotnar svo og merst á lunga skoðar maður eðlilega þá möguleika sem maður hefur til að fá einhverjar bætur," segir Hafsteinn. Hann segist ekki hafa haft samband við starfsmenn Adrenalíngarðsins eftir atvikið en móðir hans hafi hins vegar rætt við þá. Einnig hafi fyrirsvarsmenn garðsins heimsótt hann á spítalann og þar látið þau orð falla að vilji þeirra stæði til að greiða sjúkrakostnað Hafsteins. Ekki náðist samband við starfsfólk eða skrifstofu Adrenalíngarðsins við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
„Okkur var sagt þarna að við værum öruggari í garðinum en í rútunni á leiðinni heim en það var nú ekki alveg rétt," segir Hafsteinn G. Hauksson sem nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði þegar hann féll úr leiktæki í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum í gærkvöldi. Auk brotanna marðist lunga í Hafsteini og hann finnur til eymsla víða um líkamann. „Ég fer þarna í leiktæki sem heitir Fljúgandi íkorninn og það sem gerist er að öryggisbúnaðurinn sem heldur mér uppi brestur," segir Hafsteinn. Umrætt tæki virkar þannig að fólk er híft upp í nokkurra metra hæð í talíu þar sem það svo hangir og snýst í hringi. Hafsteinn segir að svo virðist sem vír sem talíurnar hanga í hafi gefið sig. Hann áætlar að fall hans hafi verið rúmir fimm metrar niður á grasflöt og var höggið töluvert. „Ég fann sársauka um allan líkamann, mest í brjóstinu, en átta mig annars ekki nákvæmlega á því hvernig ég lenti," útskýrir Hafsteinn. Lögregla var ekki kvödd til en Hafsteini var komið á sjúkrahús af starfsmönnum Adrenalíngarðsins „Starfsmönnunum leist ekki á verkina sem ég hafði svo einn þeirra keyrði mig í bæinn og á slysadeild," segir Hafsteinn. Hann hafði samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins og hefur verið boðaður þangað í skýrslutöku á mánudaginn. „Þegar manni er tilkynnt að maður sé alveg öruggur en þríbrotnar svo og merst á lunga skoðar maður eðlilega þá möguleika sem maður hefur til að fá einhverjar bætur," segir Hafsteinn. Hann segist ekki hafa haft samband við starfsmenn Adrenalíngarðsins eftir atvikið en móðir hans hafi hins vegar rætt við þá. Einnig hafi fyrirsvarsmenn garðsins heimsótt hann á spítalann og þar látið þau orð falla að vilji þeirra stæði til að greiða sjúkrakostnað Hafsteins. Ekki náðist samband við starfsfólk eða skrifstofu Adrenalíngarðsins við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira