Innlent

Orð Geirs eru brandari

Magnús Stefánsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra.
Magnús Stefánsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra.

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, frá því í vor að botninum væri náð í efnahagskreppunni hljómi eins og brandari í dag.

,,Þótt svo áhrifa af heimskreppu á fjármálamörkuðum gæti hér á landi, þá geta menn ekki skotið sig alfarið á bak við það," segir Magnús á heimasíðu sinni.

Magnús segir að ríkisstjórnir og seðlabankar víðs vegar um heiminn hafi ráðist í margvíslegar aðgerðir til þess að reyna að verja sín hagkerfi. ,,Hér á landi hefur minna farið fyrir því, allt fram að aðgerðunum miklu um síðustu helgi, við eigum hins vegar eftir að sjá hvaða afleiðingar það muni hafa," segir Magnús.

Að sögn Magnúsar spyrja margir sig að því hvort ríkisstjórnin hefði ekki getað verið búin að taka fyrr við sér. ,,Það eru ekki mikil búhyggindi að láta hlutina danka þar til komið er í óefni. Það hefur hins vegar verið lífsviðhorf ríkisstjórnarinnar allt frá því hún tók við völdum í upphafi sumars 2007."

Pistil Magnúsar er hægt að lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×