Innlent

Reyna að koma í veg fyrir þjóðnýtingu

Forsvarsmenn Glitnis reyna nú allt hvað þeir geta til að komast hjá þjóðnýtingu bankans. Hluthafafundur verður í næstu viku. Stjórnarmaður í Glitni segir að Seðlabankinn geti ekki einn staðið fyrir þessari aðgerð heldur þurfi allt fjármálalífið að koma að því að finna lausn fyrir íslenskt efnahagslíf.

Sigurður G. Guðjónsson stjórnarmaður í Glitni segir að verið sé að skoða hvort og hvaða leiðir séu færar til að komast hjá því að bankinn verði þjóðnýttur. Ekki hafa farið fram neinar viðræður við erlenda banka um aðkomu að málinu. Sigurður segir að fjölmargar leiðir séu færar en mikilvægt sé að ríkisvaldið, efnahagslífið og fjármálastofnanir komi saman að einhverri heildarlausn til að koma í veg fyrir kerfishrun á Íslandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×