Íslenski boltinn

Hver er besti knattspyrnumaður Íslands?

Nú gefst lesendum Vísis tækifæri til að kjósa besta knattspyrnumann Íslands í kjölfar þáttaraðarinnar 10 bestu sem sýnd var á Stöð 2 Sport í sumar.

Lesendum gafst á sínum tíma tækifæri til að velja úr hópi 20 tilnefndra knattspyrnumanna sem valdir voru af sjö manna dómnefnd og framleiddir voru þættir um þá tíu leikmenn sem valdir voru úr þeim hópi.

Nú er röðin komin að því að velja þann allra besta og er kosningin farin í gang hér á Vísi. Þú getur tekið þátt með því að smella á borðann á forsíðu Vísis eða á hlekkinn hér fyrir neðan.

Í þessum mánuði verður svo haldin galaveisla þar sem tilkynnt verður hver hlýtur titilinn knattspyrnumaður Íslands.

Smelltu hér til að gefa þitt atkvæði í kjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×