Íslenski boltinn

Grétar: Kem alltaf til baka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar gekk til liðs við Grindavík frá KR um mitt sumar.
Grétar gekk til liðs við Grindavík frá KR um mitt sumar.
Líklegt er að Grindvíkingurinn Grétar Hjartarson þurfi að gangast undir aðgerð vegna krossbandsslita í hné í næsta mánuði.

Grétar varð fyrir því óláni að meiðast illa í leik með Grindavík snemma í ágúst og lék hann því ekkert með félaginu á tímabilinu eftir það.

„Ég hitti lækninn minn aftur í upphafi næsta mánaðar og þá verður þetta skoðað aftur. Hann er að vona að þetta hafi gróið eitthvað og að ég þurfi þá ekki í aðgerð. En það eru miklar líkur á því að svo verði ekki."

Hann segist ekki í vafa um að hann ætli sér að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili, sama hver niðurstaðan verður í næsta mánuði.

„Ég ætla að halda áfram, það er ekki spurning. Ég hef oft meiðst áður og alltaf komið til baka."

„Fyrir tíu árum síðan trosnaði þetta sama krossband og því gæti verið að þau gömlu meiðsli hafa tekið sig upp nú. En þá þurfti ég ekki að fara í aðgerð."

„En þangað til að ég get spilað á ný held ég mér heitum í FIFA á Playstation 3," sagði hann og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×