Innlent

Eldur á Players

Eldur kom upp á skemmtistaðnum Players í Kópavogi um áttaleitið í morgun, þegar kviknaði í gardínu. Starfsmaður sem var við vinnu á staðnum náði að slökkva eldinn. Slökkvilið var kallað til og reykræsti staðinn. Ekki er talið að skemmdir séu miklar. Þá kviknaði í fólksbíl við Baugakór í Kópavogi í nótt. Ekki er talið að um íkveikju sé að ræða, en bíllinn er óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×