Innlent

Eftirlaunasjóður flugmanna hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum

Eftirlaunasjóður flugmanna hefur, eins og margir lífeyrisjóðir, orðið fyrir verulegum skakkaföllum í þeim efnahagslegu hremmingum sem nú ganga yfir. Félagsmönnum hefur verið tilkynnt að allar líkur séu á því að til skerðingar réttinda þurfi að koma. Slík skerðing kæmi líklega til á snemma á næsta ári.

Stjórn sjóðsins fundaði í dag til þess að fara yfir stöðu mála en að sögn Örnólfs Jónssonar formanns er erfitt að átta sig nákvæmlega á því hversu mikið tap hefur verið á fjárfestingum.

Sjóðurinn hefur á undanförnum misserum losað sig við nær öll hlutabréf en þess í stað tók sjóðurinn stórar stöður í skuldabréfum og sjóðum sem íslensku bankarnir þrír voru á bakvið. Ennþá er einnig mikil óvissa um afdrif svokallaðra peningamarkaðssjóða sem sjóðurinn er með stórar stöður í en vonir standa til að þau mál muni skýrast um helgina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×