Innlent

Skora á ráðherra að sniðganga Ólympíuleikana

Birgitta Jónsdóttir í mótmælunum í dag.
Birgitta Jónsdóttir í mótmælunum í dag.

Íslenskir ráðamenn eiga að taka af skarið og sniðganga Ólympíuleikana í Peking að mati skipuleggjenda mótmæla gegn mannréttindabrotum Kínverja á Tíbetum. Birgitta Jónsdóttir skorar á menntamálaráðherra að taka af skarið í stað þess að bíða eftir viðbrögðum annarra ráðherra á Norðurlöndum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, að hún hyggist sækja Ólympíuleikana í Kína í ágúst næstkomandi, enda hafi Íþróttasamband Íslands óskað eftir nærveru hennar. Hún útilokaði þó ekki að sniðganga leikana geri ráðamenn á Norðurlöndum slíkt hið sama.

Mótmæli gegn mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet fóru fram fyrir utan sendiráð Kína í dag og vonast skipuleggjandi mótmælanna, Birgitta Jónsdóttir, til að hún skipti um skoðun. Segir hún að íslenskir ráðamenn hljóti að skipta um skoðun þegar þeir geri sér fulla grein fyrir ástandinu í Tíbet og að menntamálaráðherra eigi ekki að bíða eftir viðbrögðum norrænna ráðherra, heldur að taka strax af skarið og sniðganga leikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×