Reykjavík! fagnar fyrsta fjárnáminu Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 30. apríl 2008 16:27 MYND/Hörður Sveinsson „Baldvin Esra hjá Kimi Records keypti okkur á nauðungarsölu. Hann sá að þarna var fjárhagslegt rekald á ferð, gerði tilboð í allt heila klabbið og á okkur nú með húð og hári," segir Haukur Magnússon gítarleikari Reykjavík!. Sveitin hyggst halda upp á bága fjárhagsstöðu og fjárnám á Kaffibarnum um helgina. Forsaga málsins er sú að hljómsveitarmeðlimir, sem að eigin sögn eru bæði fjárhagslega þroskaheftir og lesblindir, höfðu lengi vanrækt skil á skattskýrslu sveitarinnar. Skattayfirvöld í Reykjavík hafa greinilega haft tröllatrú á tekjumöguleikum hennar, því þau ályktuðu að ekki kæmi annað til greina en Reykjavík! hefði þénað tugmilljónir á síðustu árum. Svo var þó ekki. Svo fór því fyrir rest að árangurslaust fjárnám var gert í einkahlutafélagi sveitarinnar, Engin miskunn ehf. Þeir voru því sendir aftur til skattstjóra til að semja um skuldina, en í millitíðinni hafði leiðrétt skýrsla verið send til skattayfirvalda. „Við fáum því greiðslufrest þangað til búið er að fara yfir hana og þeir fá staðfest endanlega hversu nöturlegur fjárhagslegur raunveruleiki íslenskra rokkara í pönkarakantinum er. Við höfum gert rosa fáar Vodafone auglýsingar undanfarið," segir Haukur sem sem hefur þó litlar áhyggjur af peningaleysinu almennt. „Mo money mo problems eins og Biggie Smalls sagði." „Við fengum með þessu endanlega staðfest að við og fjármál og peningar eigum svo til enga samleið. Við ætlum að einbeita okkur að því að vera frekar bara glaðir og hafa gaman af lífinu en að hafa áhyggjur af þeim," segir Haukur. Hann segist vona að sem flestir mæti og fagni fjárnáminu með þeim á Kaffibarnum á laugardaginn. „Það er frítt inn en það er hinsvegar skylduframlag í framkvæmdasjóð," segir Haukur og ítrekar að peningnum verði vel varið. „Hann fer alls ekki í neina vitleysu. Við ætlum bara að nota peninginn til að kaupa bjór til að gefa fólkinu í partýinu." Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Baldvin Esra hjá Kimi Records keypti okkur á nauðungarsölu. Hann sá að þarna var fjárhagslegt rekald á ferð, gerði tilboð í allt heila klabbið og á okkur nú með húð og hári," segir Haukur Magnússon gítarleikari Reykjavík!. Sveitin hyggst halda upp á bága fjárhagsstöðu og fjárnám á Kaffibarnum um helgina. Forsaga málsins er sú að hljómsveitarmeðlimir, sem að eigin sögn eru bæði fjárhagslega þroskaheftir og lesblindir, höfðu lengi vanrækt skil á skattskýrslu sveitarinnar. Skattayfirvöld í Reykjavík hafa greinilega haft tröllatrú á tekjumöguleikum hennar, því þau ályktuðu að ekki kæmi annað til greina en Reykjavík! hefði þénað tugmilljónir á síðustu árum. Svo var þó ekki. Svo fór því fyrir rest að árangurslaust fjárnám var gert í einkahlutafélagi sveitarinnar, Engin miskunn ehf. Þeir voru því sendir aftur til skattstjóra til að semja um skuldina, en í millitíðinni hafði leiðrétt skýrsla verið send til skattayfirvalda. „Við fáum því greiðslufrest þangað til búið er að fara yfir hana og þeir fá staðfest endanlega hversu nöturlegur fjárhagslegur raunveruleiki íslenskra rokkara í pönkarakantinum er. Við höfum gert rosa fáar Vodafone auglýsingar undanfarið," segir Haukur sem sem hefur þó litlar áhyggjur af peningaleysinu almennt. „Mo money mo problems eins og Biggie Smalls sagði." „Við fengum með þessu endanlega staðfest að við og fjármál og peningar eigum svo til enga samleið. Við ætlum að einbeita okkur að því að vera frekar bara glaðir og hafa gaman af lífinu en að hafa áhyggjur af þeim," segir Haukur. Hann segist vona að sem flestir mæti og fagni fjárnáminu með þeim á Kaffibarnum á laugardaginn. „Það er frítt inn en það er hinsvegar skylduframlag í framkvæmdasjóð," segir Haukur og ítrekar að peningnum verði vel varið. „Hann fer alls ekki í neina vitleysu. Við ætlum bara að nota peninginn til að kaupa bjór til að gefa fólkinu í partýinu."
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira