Erlent

Útlit fyrir öruggari sigur Berlusconis en spár bentu til

Silvo Berlusconi hefur ástæðu til að brosa reynist fyrstu niðurstöður kosninga réttar.
Silvo Berlusconi hefur ástæðu til að brosa reynist fyrstu niðurstöður kosninga réttar. MYND/AP

Útlit er fyrir að Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, og mið- og hægri bandalag hans hafi unnið öruggari sigur en skoðanakannanir bentu til í þingkosningum í dag og í gær.

Samkvæmt spá sem ítalska sjónvarpsstöði RAI birti í dag fékk bandalag Berlusconis nærri 45 prósent atkvæða í efri deildinni en mið- og vinstri bandalag Walters Veltroni, fyrrverandi borgarstjóra Rómar, hlaut rúm 38 prósent. Þá sýnir önnur spá hjá fjölmiðlafyrirtækinu Mediaset að Berlusconi og félagar hafi hlotið rúm 47 prósent en Veltroni og hans bandalag 38 prósent.

Enn fremur benda spár út frá fyrstu tölum til þess að bandalag Berlusconis hafi fengið 46,5 prósent í neðri deild ítalska þingsins en Veltroni 37,7 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×