Lífið

Barnsfaðir Madonnu agalaus í uppeldinu

Lourdes og Carlos Leon.
Lourdes og Carlos Leon.

Á meðan Madonna tekst á við erfiðleika telur barnsfaðir hennar, Carlos Leon, að dóttir þeirra, Lourdes, sem er ellefu ára gömul, þurfi ekki að upplifa óþægindin á meðan hann er til staðar fyrir hana.

„Dóttir okkar getur hringt í mig hvenær sem er og spurt: Hæ pabbi getur þú sótt mig núna? Við erum í frábæru sambandi og tölum saman daglega," segir Leon.

Einnig heldur Leon því fram að ásakanir á hendur Madonnu eru helber lygi því hún myndi aldrei halda framhjá eiginmanni sínum.

En þegar kemur að ströngu uppeldi dóttur þeirra segir hann: „Það er mjög erfitt fyrir mig að vera strangur við dóttur mína. Kannski þarf ég að bæta mig við uppeldisaðferðirnar en ég held ég leyfi móður hennar að sjá um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.