Vísvitandi misskilningur 24. júlí 2008 00:00 Að undanförnu hef ég átt í undarlegum ritdeilum. Í grein benti ég á svik núverandi stjórnarflokka um að efla og styrkja RÚV ohf. Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvinasamtaka RÚV, sá þá ástæðu til að benda á, í grein sem bar heitið „Svikin við RÚV og svikararnir", að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt að gera RÚV að opinberu hlutafélagi og þannig væri núverandi vandi útvarpsins til kominn. Þessum fullyrðingum svaraði ég í annarri grein þar sem ég benti á að rekstrarformið hefði ekkert með það að gera að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin stæðu fyrir niðurskurði á fjármagni til RÚV. Í annarri svargrein sinni sakar Þorgrímur mig um að misskilja hann vísvitandi og að vitna ranglega í grein hans. Til upplýsinga þá vitna ég aldrei orðrétt í grein hans en fullyrði að hann kenni rekstrarforminu um þann vanda sem útvarpsstöðin á í. Við þessi orð mín stend ég og misskil hann ekki á nokkurn hátt. Þorgrímur segir nefnilega í greininni, báðum reyndar, að „allt væri komið fram sem Hollvinir RÚV og fleiri sögðu þegar þeir vöruðu við hlutafélagavæðingunni; þar var einfaldlega átt við þann niðurskurð og samdrátt, sem nú er að koma á daginn". Þorgrímur fullyrðir í grein sinni að hollvinirnir hafi séð þetta fyrir. Hvernig má það vera? Er Sjálfstæðisflokkurinn svo fyrirsjáanlegur að um leið og hann fær tækifæri til svíkur hann sín loforð um eflingu RÚV? Og er Samfylkingin það mikill taglhnýtingur að hún lyppast niður í öllum málum sem snúa að ráðuneytum sjálfstæðismanna? Þótt ég telji að svo sé þá er það staðreynd að ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við þjónustusamning við Ríkisútvarpið og þannig tryggt útvarpinu nægt fjármagn hefði aldrei þurft að koma til uppsagna og niðurskurðar. Þá hefði spádómur Hollvina RÚV heldur ekki ræst. Niðurskurður og samdráttur eru ekki fylgifiskar þess að breyta RÚV í opinbert hlutafélag þótt annað form kunni að vera heppilegra. Það sem eftir stendur er hins vegar spurningin um hvað Þorgrími gangi til með greinarskrifum sínum. Hefði tíma hans sem formanni Hollvinasamtaka RÚV ekki verið betur varið í að fá svör frá núverandi stjórnarflokkum af hverju verið sé að þjarma að RÚV? Eða eru skrif hans vísvitandi misskilningur? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hef ég átt í undarlegum ritdeilum. Í grein benti ég á svik núverandi stjórnarflokka um að efla og styrkja RÚV ohf. Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvinasamtaka RÚV, sá þá ástæðu til að benda á, í grein sem bar heitið „Svikin við RÚV og svikararnir", að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt að gera RÚV að opinberu hlutafélagi og þannig væri núverandi vandi útvarpsins til kominn. Þessum fullyrðingum svaraði ég í annarri grein þar sem ég benti á að rekstrarformið hefði ekkert með það að gera að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin stæðu fyrir niðurskurði á fjármagni til RÚV. Í annarri svargrein sinni sakar Þorgrímur mig um að misskilja hann vísvitandi og að vitna ranglega í grein hans. Til upplýsinga þá vitna ég aldrei orðrétt í grein hans en fullyrði að hann kenni rekstrarforminu um þann vanda sem útvarpsstöðin á í. Við þessi orð mín stend ég og misskil hann ekki á nokkurn hátt. Þorgrímur segir nefnilega í greininni, báðum reyndar, að „allt væri komið fram sem Hollvinir RÚV og fleiri sögðu þegar þeir vöruðu við hlutafélagavæðingunni; þar var einfaldlega átt við þann niðurskurð og samdrátt, sem nú er að koma á daginn". Þorgrímur fullyrðir í grein sinni að hollvinirnir hafi séð þetta fyrir. Hvernig má það vera? Er Sjálfstæðisflokkurinn svo fyrirsjáanlegur að um leið og hann fær tækifæri til svíkur hann sín loforð um eflingu RÚV? Og er Samfylkingin það mikill taglhnýtingur að hún lyppast niður í öllum málum sem snúa að ráðuneytum sjálfstæðismanna? Þótt ég telji að svo sé þá er það staðreynd að ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við þjónustusamning við Ríkisútvarpið og þannig tryggt útvarpinu nægt fjármagn hefði aldrei þurft að koma til uppsagna og niðurskurðar. Þá hefði spádómur Hollvina RÚV heldur ekki ræst. Niðurskurður og samdráttur eru ekki fylgifiskar þess að breyta RÚV í opinbert hlutafélag þótt annað form kunni að vera heppilegra. Það sem eftir stendur er hins vegar spurningin um hvað Þorgrími gangi til með greinarskrifum sínum. Hefði tíma hans sem formanni Hollvinasamtaka RÚV ekki verið betur varið í að fá svör frá núverandi stjórnarflokkum af hverju verið sé að þjarma að RÚV? Eða eru skrif hans vísvitandi misskilningur? Höfundur er alþingismaður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun