Lífið

Ekki með fimm milljónir á mánuði

Guðbjörg Glóð
Guðbjörg Glóð
„Guð minn, nei, ég er ekki með þessi laun," segir Guðbjörg Glóð Logadóttir framkvæmdastjóri Fylgifiska hlæjandi. Í nýútkomnu tekjublaði Frjálsar Verslunar kemur fram að Guðbjörg sé með rúmar fimm milljónir í tekjur á mánuði, en það kannast hún ekki við.

„Ég skilaði inn skýrslu, þannig að þetta er ekki einu sinni áætlun," segir Guðbjörg sem telur það harla ólíklegt að hægt sé að hafa þessar tekjur af því að selja fisk. Allavega ekki úr litlum einkareknum búðum. „Þetta hljóta að vera mistök," segir Guðbjörg, sem unir vel við sitt. „Ég veit ekki hvort ég myndi kæra mig um svona laun."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.