Innlent

Íbúðalánasjóður lánaði meira í maí en apríl

Guðmundur Bjarnason er forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Guðmundur Bjarnason er forstjóri Íbúðalánasjóðs. MYND/E.Ól

Íbúðalánasjóður lánaði 4,8 milljarða króna í maímánuði samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar. Þar af var um einn milljarður veittur vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæplega 3,8 milljörðum.

Meðallán almennra útlána nam tæplega 9,8 milljónum króna. Alls jukust heildarútlán Íbúðalánasjóðs um 15 prósent frá fyrra mánuði, en meðallán almennra útlána sjóðsins lækkuðu um 6 prósent á sama tímabili.

Bent er á í Morgunkorni Glitnis að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra hafi numið sex milljörðum króna og því hafi þau dregist saman milli ára. Segir Glitnir að sjóðurinn áætli að lána 13-15 milljarða króna til húsnæðiskaupa á þessum fjórðungi og í apríl og maí nemi útlánin samtals níu milljörðum. „Verði útlán í júní á svipuðu róli og fyrri mánuði í fjórðungnum má ætla að áætlun sjóðsins sé nærri lagi," segir greiningardeild Glitnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×