Innlent

Rak vörubílspall upp í háspennulínu í Skorradal

Mildi þykir að vörubílstjóri skildi sleppa lifandi og óskaddaður eftir að pallurinn á bílnum rakst upp í 19 þúsund volta háspennulínur í Skorradal í gær, og sleit tvær af þremur línum.

Hann bakkaði frá og stökk jafngætis út úr bílnum til að leiða ekki straum úr yfirbyggingunni til jarðar. Skömmu síðar tóku hin svegar hjólbarðarnir að hvell springa einn af öðrum og fjaðrapúði við framhjól sprakk með svo miklu afli að tætlur þeyttust út úr bílnum að framan og ollu skemmdum á yfirbyggingu.

Þá er útlit fyrir að allt tölvukerfi í bílnum sé ónýtt en hann er nýlegur. Rafmagnslaust varð í öllum Skorradal í tvær klukkkustundir vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×