Innlent

Hundruð farþega bíða eftir tollinum

Norræna lagði að höfn í Seyðisfirði klukkan rúmlega níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum á sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði átti skipið að leggja að höfn klukkan 12 að hádegi og því verður það ekki tollafgreitt fyrr enn þá.

Þegar fjöldi farþega og farartækja er hvað mestur starfa á þriðja tug starfsmanna við tollafgreiðslun Norrænu. Á meðan bíða farþegarnir en skipið lagði af stað í gær frá Færeyjum klukkan fjögur að íslenskum tíma.

Farþegi um borð í skipinu sagði í samtali við Vísi að farþegar eru ,,afar ósáttir" með að þurfa að bíða í meira en þrjár klukkustundir eftir að tollverðir og lögreglumenn komi til Seyðisfjarðar. Að auki má búast við að það muni taka meira en klukkustund fyrir að alla að komast frá borði eftir að tollafgreiðsla hefst.

Tollverðir og lögreglumenn frá Reykjavík og bæjarfélögum í nágrenni Seyðisfjarðar aðstoða tollverði og yfirvöld á Seyðisfirði þegar Norræna er tollafgreidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×