Innlent

Sofnaði út frá eldamennsku

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt eftir að íbúar urðu varir við reyk á stigagangi.

Hann reyndist koma úr íbúð þar sem húsráðandi hafði sofnað út frá eldamennsku og allt var að skorpna í pottunum. Húsráðandi var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun og íbúð og stigagangur voru reykræst. Nokkurt tjón varð í íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×