Innlent

30 stúlkur bólusettar gegn leghálskrabbameini

Tæplega þrjátíu stúlkur á Íslandi hafa verið bólusettar gegn leghálskrabbameini á kostnað foreldra sinna. Bóluefnið fæst í apótekum en kostar sitt. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær eða hvort stúlkur verða bólusettar fyrir þessu krabbameini

Starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að bólusetning gegn leghálskrabba yrði kostnaðarhagkvæm og gæti komið í veg fyrir rúmlega helming tilfella.

Um sautján konur greinast árlega á Íslandi með leghálskrabbamein. Kostnaður við bólusetningu yrði tæpar 50 milljónir og sparnaður röskar 17. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur heilbrigðisráðherra enn ekki tekið ákvörðun um hvort farið verði út í bólusetningar.

Starfsmenn úr heilbrigðisgeiranum sem fréttastofa ræddi við sagði það einkum læknar sem væru að kaupa bóluefnið, þá líklega handa dætrum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×