Innlent

Biskup fjallaði um stöðu barnsins í setningarræðu prestastefnu

Prestastefna var sett í Dómkirkjunni í kvöld. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, flutti setningarræðu en í henni gerði hann stöðu barnsins að umtalsefni. Biskup hvatti til aukinnar samvinnu við alla þá aðila í samfélaginu sem bera heill barna fyrir brjósti.

"Tökum höndum saman við þá aðila í samfélaginu sem bera heill barna fyrir brjósti! Efnum til viðburða, málþinga, samræðna við félagsþjónustu, skóla, félagasamtök sem hafa með málefni barna að gera. Átakið Verndum bernskuna! var ekki afmarkað átaksverkefni heldur sístæð áminning til samfélagsins. Höldum því á dagskrá!"

Og hann kallaði eftir því að sóknirnar beittu kröftum sínum og fjármunum að barnafræðslu og unglingastarfi.

Biskup kom í ræðu sinni inn á ný lög um grunnskóla og leikskóla og sagðist treysta því að kristinfræði yrði áfram kennd þó að hún sé ekki nefnd í lögunum, heldur eingöngu trúarbragðafræði.

"Í hinum nýju lögum er kristinfræði ekki nefnd, aðeins trúarbragðafræði. Kirkjan treystir því að kristinfræði sé þar undir og sess hennar verði tryggður í námskrá. Við leggjum áherslu á að trúarbragðafræðsla og kristinfræði fari fram á faglegum forsendum skólans og að fyllsta tillit sé tekið til ólíkra lífs- og trúarskoðana af virðingu og umburðarlyndi. Það gerist ekki með því að útiloka hinn trúarlega þátt og kærar hefðir. "

Meðfylgjandi er setningarræða biskups.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×