Erlent

Enginn bilbugur á Brixtofte

Engan bilbug er að finna á Peter Brixtofte fyrrum borgarstjóra Farum sem nýlega var dæmdur í tveggja ára fangelsi í hæstarétti Danmerkur fyrir ýmsa spillingu í starfi.

Hann segir að næsta skrefið hjá sér sé að vísa máli sínu til Mannréttindadómsstólsins í Strasburg. Og hann segir að hann sé alls ekki hættur í pólitík heldur ætli að nota tímann bak við lás og slá til að undirbúa endurkomu sína í dönsk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×