Erlent

Ákærður fyrir að myrða 11 ára dreng

Liðsmenn Everton heiðruðu minningu hins 11 ára gamla Rhys Jones sem var myrtur á skelfilegan hátt.
Liðsmenn Everton heiðruðu minningu hins 11 ára gamla Rhys Jones sem var myrtur á skelfilegan hátt.

Sautján ára gamall breskur piltur hefur verið ákærður fyrir morðið á hinum ellefu ára gamla Rhys Jones, sem var skotinn til bana í almenningsgarði í Liverpool í ágúst síðastliðnum. Lögreglan hefur handtekið fjölda fólks vegna morðsins, en Jones var skotinn í hálsinn og lést í örmum móður sinnar.

Lögreglan í Merseyside kallaði til blaðamannafundar í dag, þár sem Helen Morris, fulltrúi saksóknara, tilkynnti að hinn 17 ára gamli piltur hefði verið ákærður fyrir morðið og tveir aðrir menn á þrítugsaldri hefðu verið ákærðir fyrir að aðstoða hann.

Þrír unglingar á aldrinum 15-17 ára hafa einnig verið ákærðir fyrir að aðstoða við morðið. Einn þeirra hefur að auki verið ákærður fyrir vörslu skotvopns.

Fimm aðilar hafa verið látnir lausir gegn tryggingu og verður þáttur þeirra kannaður frekar síðar. Einn er enn í haldi en 21 árs gamalli konu hefur verið sleppt án kröfu um greiðslu tryggingargjalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×