Innlent

Vörubílstjórar mótmæla en Sturla er í vinnunni

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson.

Vörubílstjórar söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið fyrir stundu til að minna málstaðinn. Sturla Jónsson, sem verið hefur einskonar talsmaður bílstjóranna var hins vegar í vinnu þegar Vísir hafði samband við hann og hafði ekkert af þessum nýjustu aðgerðum að segja. Hann segist þó ánægður með að menn sýni frumkvæði í baráttunni.

„Ég er bara að vinna hérna í Kópavoginum og hafði ekkert heyrt af þessu fyrr en síminn fór að hringja. Það er bara mjög gott að menn séu framtakssamir." Sturla segir ljóst að menn séu að láta í ljós óánægju sína í kjölfar fundar sem haldinn var í gær með fulltrúum fjármálaráðuneytisins.

„Menn voru ekki ánægðir með þennan fund," segir Sturla. „Það eina sem gerðist var að nefndin skýrði frá einhverjum hugmyndum sem búið er að vinna að í magrga mánuði. Þeir sögðu hins vegar ekkert um hvað menn ætla að gera í málunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×