Innlent

Geir fundar með forsætisráðherra Kanada

Geir H. Haarde forsætisráðherra fundar á morgun með Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, í Ottawa.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að þar muni þeir ræða tvíhliða samskipti ríkjanna og þátttöku þeirra í svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi. Forsætisráðherra mun nota tækifærið til að funda með þingmönnum og Íslendingum búsettum í Ottawa auk þess að ræða við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×