Innlent

Hrefnuveiðimenn hyggja á veiðar

Hrefnuveiðimenn hér á landi undirbúa nú veiðar sem hefjast eiga í næsta mánuði en ráðherra hefur ekki gefið út neinn kvóta.

Fram kemur á heimasíðu Félags hrefnuveiðimanna að báturinn Njörður KÓ muni fara til veiða á hrefnu um miðjan maí og verður við veiðar fram á sumar. Bátarnir Dröfn RE og Halldór Sigurðsson ÍS komi svo til veiða um mitt sumar. Til stendur að kjötið af veiðunum verði komið í verslanir fyrir mánaðarmótin maí - júní.

Það er kjötvinnslan Esja sem sér um vinnslu, pökkun og markaðsetningu á kjötinu og gera hrefnuveiðimenn sér vonir um að salan aukist við þá breytingu. Frá árinu 2004 hafa hrefnuveiðimenn sjálfir séð um dreifingu og markaðsetningu á kjötinu og segja þeir það hafa selst vel undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×