Erlent

Yfir tuttugu fórust í flugslysi í Kongó

Yfir tuttugu manns fórust er flugtak DC-9 farþegaþotu af flugvellinum í Goma í Lýðveldinu Kongó misheppnaðist með þeim afleiðingum að þotan hafnaði í íbúðahverfi við flugvöllinn og eyðilagðist.

Yfir 50 manns liggja slasaðir á sjúkrahúsi en um borð í þotunni voru 79 manns auk sex manna áhafnar. Þotan var á vegum Hewa Bora flugfélagsins en því að bannað að fljúga til Evrópusambandslandanna þar sem það þykir ekki fylgja ströngustu öryggiskröfum í flugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×