Innlent

Neitar sök í manndrápsmáli við Hringbraut

Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp í íbúð í fjölbýlishúsi við Hringbraut í október síðastliðnum neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Samkvæmt ákæru er manninum gefið að sök að hafa 7. október í fyrra veitt nágranna sínum þrjú högg í höfuðið með slökkvitæki. Við það brotnaði höfuðkúpa fórnarlambsins á þremur stöðum þannig að það blæddi inn á hana og maðurinn lést í kjölfarið.

Það var hinn ákærði sem tilkynnti lögreglunni um að maður lægi rænulaus í rúmi sínu í íbúð í fjölbýlishúsinu. Fórnarlambið lést fáeinum stundum síðar af sárum sínum á gjörgæsludeild. Fljótega vaknaði sá grunur að hinn ákærði hefði ráðist á manninn með slökkvitæki að vopni og veitt honum áverkana. Maðurinn hefur hins vegar neitað sök í málinu.

Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×