Erlent

Jarðskjálfti skók Tonga

George Tupua, konungurinn á Tonga.
George Tupua, konungurinn á Tonga.

Öflugur jarðskjálfti sem mældist sjö komma einn á Richter skók eyjuna Tonga í afskekktari hluta Suður Kyrrahafs í nótt. Byggingar í höfuðborginni Nukualufa hrystust í tvær mínútur meðan skjálftinn reið yfir.

Engar fréttir hafa borist af manntjóni eða skemmdum. Skjálftinn átti upptök sín á þrjátíu og þriggja kílómetra dýpi nærri tvö hundruð kílómetru frá austurströnd Tonga. Engin flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×