Stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna 11. janúar 2008 15:35 MYND/Anton Brink Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi. „Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið undir miklu álagi að undanförnu vegna tíðra eldsvoða, auk mikilla anna vegna sjúkraflutninga, óveðurs og annarrar þjónustu sem liðið veitir," segir í tilkynningu. „Þessi hrina eldsvoða hefur því miður kostað eitt mannslíf, auk þess að valda fjölda fólks miklum ótta og andlegu álagi, svo ekki sé minnst á eignatjón. Í mörgum tilvikum virðist því miður sem eldar hafi verið kveiktir vísvitandi." „Þessir atburðir hljóta að verða til þess að við sem höfum tekið að okkur að vinna að velferð íbúanna, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegt slökkvilið þeirra, leitumst við að gera enn betur en áður til þess að tryggja líf og eignir og koma í veg fyrir alvarleg slys," segir einnig. Þrátt fyrir að slökkviliðið haldi uppi öflugu forvarnar- og fræðslustarfi vegna eldvarna í íbúðar- og atvinnuhúsnæði kom fram á fundinum að ljóst sé að gera þurfi betur. „Staðreyndin er því miður sú að stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna. Enginn eða aðeins einn reykskynjari er á nærri helmingi heimila í höfuðborginni. Innan við helmingur heimilanna í landinu hefur allt í senn; reykskynjara, handslökkvitæki og eldvarnateppi. Ljóst er að víða skortir á að eldvarnir í fjölbýlishúsum séu viðunandi." Því hefur verið ákveðið að fjölga slökkvistöðvum eins og áður sagði og fjölga stöðugildum á forvarnarsviði. Félagsbústaðir munu einnig kanna hvort gera þurfi betur í eldvörnum í íbúðum í eigu borgarinnar og slökkviliðið mun bjóða húsfélögum að skoða eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa án endurgjalds.„Til athugunar er að sveitarfélögin gangi enn lengra og sjái einfaldlega til þess að reykskynjari, að minnsta kosti einn til tveir, verði settir upp á hverju heimili," segir einnig. „Dæmi eru um aðgerðir af þessu tagi hérlendis og erlendis, í stórum sveitarfélögum sem smáum, sem hafa gefið góða raun. Rétt væri að leita eftir samstarfi við aðra aðila sem hafa mikilla hagsmuna að gæta og bera mikla ábyrgð í þessum efnum." Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi. „Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið undir miklu álagi að undanförnu vegna tíðra eldsvoða, auk mikilla anna vegna sjúkraflutninga, óveðurs og annarrar þjónustu sem liðið veitir," segir í tilkynningu. „Þessi hrina eldsvoða hefur því miður kostað eitt mannslíf, auk þess að valda fjölda fólks miklum ótta og andlegu álagi, svo ekki sé minnst á eignatjón. Í mörgum tilvikum virðist því miður sem eldar hafi verið kveiktir vísvitandi." „Þessir atburðir hljóta að verða til þess að við sem höfum tekið að okkur að vinna að velferð íbúanna, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegt slökkvilið þeirra, leitumst við að gera enn betur en áður til þess að tryggja líf og eignir og koma í veg fyrir alvarleg slys," segir einnig. Þrátt fyrir að slökkviliðið haldi uppi öflugu forvarnar- og fræðslustarfi vegna eldvarna í íbúðar- og atvinnuhúsnæði kom fram á fundinum að ljóst sé að gera þurfi betur. „Staðreyndin er því miður sú að stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna. Enginn eða aðeins einn reykskynjari er á nærri helmingi heimila í höfuðborginni. Innan við helmingur heimilanna í landinu hefur allt í senn; reykskynjara, handslökkvitæki og eldvarnateppi. Ljóst er að víða skortir á að eldvarnir í fjölbýlishúsum séu viðunandi." Því hefur verið ákveðið að fjölga slökkvistöðvum eins og áður sagði og fjölga stöðugildum á forvarnarsviði. Félagsbústaðir munu einnig kanna hvort gera þurfi betur í eldvörnum í íbúðum í eigu borgarinnar og slökkviliðið mun bjóða húsfélögum að skoða eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa án endurgjalds.„Til athugunar er að sveitarfélögin gangi enn lengra og sjái einfaldlega til þess að reykskynjari, að minnsta kosti einn til tveir, verði settir upp á hverju heimili," segir einnig. „Dæmi eru um aðgerðir af þessu tagi hérlendis og erlendis, í stórum sveitarfélögum sem smáum, sem hafa gefið góða raun. Rétt væri að leita eftir samstarfi við aðra aðila sem hafa mikilla hagsmuna að gæta og bera mikla ábyrgð í þessum efnum."
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði